Ótrúlegt en satt eru hærri líkur að þú myndir meiða þig á handbolta æfingu heldur en í keppni í Rallycrossi. Vegna rosalegra reglugerða er skylda að vera í allskonar öryggisbúnaði sem passar uppá það að þú slasast ekki í keppni.
Já oftast eru streymi af keppnum sem hægt er að horfa á inná youtube hjá G7 Media.
Lang besta leiðin til þess að koma sér inn í þetta sport er að koma uppá braut þegar það er keppni og fá að upplifa aðeins hvernig þetta sport virkar. Síðan er mjög sniðugt að koma og vera sjálfboðaliði í keppni þar sem þú getur verið ennþá nær öllu hasarnum. Hægt að skoða nánar um sjálfboðaliða vinnu í "Sjálfboðaliðar" dálknum í valmynd.
Það er í rauninni ekkert eitt svar við þessari spurningu þar sem það er svo misjafnt eftir kröfum aðila eins og t.d. Hvaða flokk þú ætlar að keppa í, Kaupiru búnað nýjan eða notaðann, Kaupiru smíðaðan bíl eða smíðaru bíl sjálfur og síðan aldur keppanda. Fyrir aðila undir 17 ára er félagsaðild frí en 17 ára+ þá kostar það 5.000kr á ári. Ef aðili vill keppa í 1000flokki er hægt að reikna með að kostnaður sé eitthvað í kringum 500-600 þúsund í lágmarki sem verður síðan oftast hærri kostnaður ef er farið í hina flokkana eins og t.d. 4x4 non turbo. Það þarf bara að skoða aðeins hvaða flokk aðili vill keppa í og reikna kostnað út frá því.
Hægt er að skoða alla reglugerð hjá akis.is eða neðst í "Flokkar" dálknum í valmyndinni.
Það eru í rauninni þrjár leiðir til þess að kaupa búnað.
Kaupa notaðan búnað (Passa þarf að allt sé FIA vottað og í gildi svo megi keppa með því.)
Kaupa hjá McKinstryMotorsport.is (Aftur þarf að passa að allt sé FIA vottað og í gildi.)
Kaupa að utan frá t.d. Demon-Tweeks.com eða Rallynuts.com(Passa að allt sé FIA vottað og í gildi.)