Unglingaflokkur
1000 Flokkur
1400 Flokkur
2000 Flokkur
4x4 Non Turbo
Opni Flokkur
Í unglingaflokknum er keppt á eindrifs ökutæki með slagrými undir 1050 rúmsentimetrum og að hámarki 75 hestöfl. Forþjöppur eins og turbína, blásari eða nítro er bannað í þessum flokk. Hámarksþyngd er 1300 kílogrömm.
Í 1000 flokk er keppt á eindrifs ökutæki með slagrými undir 1050 rúmsentimetrum. Aftur eru forþjöppur bannaðar nema ef bíll kemur upprunalega með forþjöppu þá skal rúmtak vélar uppreiknast með stuðlinum 1,7. Hámarksþyngd er 1300 kílógrömm.
í 1400 flokk er keppt á eindrifs ökutæki með slagrými undir 1450 rúmsentimetrum og að hámarki 100 hestöfl. Forþjöppur eins og túrbína, blásari og nítro er bannað í þessum flokk. Lágmarksþyngd með ökumanni er 1000 kílógrömm og hámarksþyngd 1300 kílógrömm.
í 2000 flokk er keppt á ökutæki með drif á einum öxli og vél með slagrými undir 2080 rúmsentimetrum. Sé notast við forþjöppu, nítró eða aðra aflauka skal margfalda slagrými með stuðlinum 1,3. Dæmi: 1600 sm3 x 1,3 = 2080 sm3. Slagrými Wankel vélar uppreiknast með stuðlinum 1,3 við flokkun ökutækis. Hámarksþyngd er 1300 kílógrömm.
í 4x4 non turbo er keppt á ökutæki með drif á tveimur öxlum (4x4). Slagrými vélar skal vera undir 2500 rúmsentimetrum. Forþjöppur eru bannað í þessum flokk nema vélar undir 1800 rúmsentimetrum mega nota nítró. Hámarksþyngd er 1450 kílógrömm.
í opna flokknum er nánast allt leyfilegt. Hámarksþyngd ökutækis án ökumanns á ráslínu er 1500 kg (með fullan eldsneytistank, rúðupiss fullt, olíu á vél og kælivökvar). Sérsmíðuð ökutæki falla í þennan flokk.
Þegar er búið er að ákveða hvaða flokk aðili ætlar að keppa í er mælt með því að skoða reglugerð flokksins vel og vandlega.